Um Ísleif

Fyrirtækið

Ísleifur var stofnað árið 1921 og er því ein elsta starfandi byggingarvöruverslun landsins. Allan þann tíma hefur fyrirtækið selt hreinlætistæki, dælur, stýringar og efni til pípulagna í hæsta gæðaflokki

Félagið sérhæfir sig í lausnum fyrir baðherbergi og eldhús, sölu hreinlætistækja, vara- og aukahlutum tengt þeim og er markmið okkar að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og vörur í hæsta gæðaflokki.

Gæðavörur og góð þjónusta eru þeir áhersluþættir sem hafa fylgt fyrirtækinu alla tíð og höfum við fjölda samstarfsaðila í faginu til að ná okkar markmiðum.

Í dag er verslun okkar og sýningarsalur staðsett á Smiðjuvegi 3 í Kópavogi.

Ísleifur er hluti af Fagkaup ehf, kennitala 670169-5459, VSK nr. 11784