Gjafir til Borgarholtsskóla

03 október, 2023

Nú á dögunum opnaði Skarpaskjól, ný aðstaða pípulagningardeildar Borgarholtsskóla. Að því tilefni færði Ísleifur skólanum að gjöf innbyggða salerniskassa frá TECE og skálar frá Duravit. Einnig fékk deildin handlaugar ásamt blöndunartækjum og blöndunartæki fyrir sturtu ásamt sturtustöngum.

Haukur Bjarnason og Aldís Arna Einarsdóttir afhentu gjafirnar en Ársæll Guðmundsson skólameistari og Skarphéðinn Skarphéðinsson deildarstjóri veittu þeim viðtöku fyrir hönd skólans.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem voru teknar af þessu tilefni.