Framúrskarandi fyrirtæki 2022

19 október, 2022

Við segjum stolt frá því að Fagkaup hefur hlotið viðurkenningu frá Creditinfo fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki ársins 2022.
 
Ár hvert vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og eru meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.
 
Að baki viðurkenningarinnar liggur markviss undirbúningur og þrotlaus vinna. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts viðskiptavina og samstarfsaðila.

Undir merkjum Fagkaupa eru Áltak, Ísleifur Jónsson, Johan Rönning, KH Vinnuföt, S. Guðjónsson, Sindri, Varma & vélaverk og Vatn & veitur.