1 árs afmæli Johan Rönning á Smiðjuvegi

15 október, 2024

Þann 17. október, er eitt ár síðan við opnuðum útibú Johan Rönning á Smiðjuvegi 3. Þetta útibú markar spor í sögu Johan Rönning þar sem þetta var í fyrsta sinn sem viðskiptavinir okkar höfðu möguleika á sjálfsafgreiðslu í útibúi félagsins. Við þökkum öllum fyrir frábærar móttökur fyrsta árið og við hlökkum til áframhaldandi viðskipta.

Við ætlum að fagna með köku og kaffi í frábærum félagsskap á Smiðjuvegi 3, þann 17. og 18. október. Ykkur er auðvitað öllum boðið að fagna þessum áfanga með okkur.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.